top of page

18.03.2013 17:27

100 ára afmæli.


Guðjón Daníelsson, fyrrv. bóndi Kolmúla - 100 ára

Bóndi og sjómaður allan sinn starfsferil.            Guðjón Daníelsson fæddist á Kolmúla við Reyðarfjörð þann 18. 3.1913 og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitarstörf þess tíma.

Hann fór 15 ára fyrst á vertíð til Vestmannaeyja sem beitingarmaður og afleysingamaður á sjó. Hann var á togaranum Arinbyrni Hersir árið 1934 og 1935. Þá var hann vertíð í Vestmannaeyjum á árunum 1936-38. Á sumrum sinnti hann hins vegar bústörfum á Kolmúla.Afmælisbörn hann 100 ára

en hún 10 ára.Veiddi og verkaði hákarlGuðjón tók við búi á Kolmúla af foreldrum sínum árið 1943 og stundaði síðan búskap allan sinn starfsferil, fram yfir nírætt, eða til ársins 2004. Kolmúli var áður ríkisjörð en Guðjón festi kaup á jörðinni sem nú er í eigu hans og fjölskyldunnar.

Þá stundaði Guðjón lengi útgerð á eigin bátum og vann að miklu leyti afla sinn sjálfur, til útflutnings, fram til ársins 1982. Hann stundaði einnig veiði og verkun á hákarli um langt árabil. Guðjón gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í gegn um árin og sat m.a. í stjórn Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga í mörg ár. Þá var hann lengi hundahreinsunarmaður og hefur nýverið látið af því starfi.

Guðjón hefur ætíð haft gaman af spilum og og þykir liðtækur í spilamennsku. Hann var í sigurliði Fáskrúðsfjarðar sem keppti um titilinn vetrarbrautarmeistarar í lomber sem fram fór á Skriðuklaustri haustið 2012.

Guðjón dvelur nú á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum Fáskrúðsfirði þar sem hann lætur einkar vel af sér.

Guðjón er við góða heilsu, hress og kátur, heldur góðri heyrn og sjón, les mikið og fylgist vel með fréttum og þjóðlífinu almennt.FjölskyldaGuðjón kvæntist 25.12.1940 Jónu Björgu Guðmundsdóttur f 4. 12.1920  í Sjólist,  Fáskrúðsfirði  d. 8.7.2002. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson f.28. 1.1881, d. 28.10.1951 og k.h., Þuríður Kristin Indriðadóttir f. 14.1.1884, d. 10.5.1949.

Börn Guðjóns og Jónu Bjargar eru Guðmundur Kristinn Guðjónsson, f. 6.10.1940, 31.10.2011, lengst af vörubifreiðastjóri Fáskrúðsfirði en ekkja hans er Stefanía Óskarsdóttir  leikskólakennari; Halla Guðjónsdóttir f. 11.7.1943, sjúkraliði Reykjavík; Borgþór Guðjónsson,  f. 29.4.1948, vélaverktaki  Reyðarfirði en kona hans er Kristín Gréta Óskarsdóttir skrifstofumaður; Dagný Guðjónsdóttir, f. 25.1.1950, þjónustufulltrúi í Reykjavík en maður hennar er Sigurður Jakob Jónsson, forstöðumaður bifreiðadeildar Íslandspóst; Elísa Guðjónsdóttir, f. 30.5.1951,verslunarmaður á Fáskrúðsfirðien maður hennar er Stefán Þór Jónsson verslunarmaður; Bryndís Guðjónsdóttir, f.5.2.1953, matráður við grunnskóla Fáskrúðsfjarðar en maður hennar er Gunnar Jósep Jónsson Vélgæslumaður; Guðjón Guðjónsson, f. 5.12.1956, vörubifreiðastjóri en kona hans er Hafdís Bára Bjarnadóttir verslunarmaður.

Afkomendur Guðjóns eru orðnir 69 talsins.

Systkini Guðjóns eru; Sigrún Daníelsdóttir, f. 16.12. 1911, d. 23. 11. 2001; Guðbjörg Daníelsdóttir, f. 16.2.1915, d. 1.1.2000; Elís Daníelsson, f. 11.2.1917, d. 30. 9.1995; Anna Dagmar Daníelsdóttir, f. 4.12.1925.

Foreldrar Guðjóns voru Daníel Sigurðsson f. 11.2.1882, d. 13.3.1960, bóndi á Kolmúla, og k.h., Guðný Jónsdóttir f. 8.6.1886, d27.5.1964, húsfreyja á Kolmúka.

Ætt:Daníel Sigurðsson fæddur á Stöð í Stöðvarfirði. Bóndi á Kolmúla við Reyðarfjörð kona hans var Guðný Jónsdóttir fædd á Viðborði Mýrum í A-Skaftafellssýslu dóttir Jóns Guðmundssonar bónda á Stórbóli og Viðborði. Faðir Daníels var Sigurður Daníelsson fæddur í Papey bóndi á Kolmúla átti Guðrúni Guðmundsdóttur Guðmundssonar á Vaði Sigurðssonar. Faðir Sigurðar var Daníel Sigurðsson, bjó í Tóarseli átti I Gróu Þórðardóttur frá Núpi Pálssonar II Önnu Guðmundsdóttur Tóarseli. Faðir Daníels var Sigurður Eiríksson bjó á Kirkjubóli og í Fagradal í Breiðdal, átti Elísabetu Árnadóttur frá Núpi Steingrímssonar. Faðir Sigurðar var Eiríkur Sigurðsson, bjó á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal og átti Rannveigu Árnadóttur frá Kelduskógum.

bottom of page