top of page

Fréttir

Af fréttavef Skeljungs 2005

Bætt þjónusta á Fáskrúðsfirði


Í síðustu viku var skipt um dælur á Shellstöðinni á Fáskrúðsfirði. Auk hins hefðbundna eldsneytis er nú hægt að fá vélaolíu en einnig var komið upp sjálfsala.
Rekstraraðilar Shellstöðvarinnar eru hjónin Stefán Jónsson og Elísa Guðjónsdóttir en þau reka einnig söluskála SJ. Þar fást hefðbundnar veitingar, ýmsar ferðavörur auk þess sem hægt er að leigja nýjustu videospólurnar.
Stefán og Elísa hafa rekið Shellstöðina frá árinu 1990. Stöðin þykir ávallt einstaklega snyrtileg en fyrir rúmu ári síðan gaf Heilbrigðiseftirlit Austurlands stöðinni toppeinkunn þar sem öll umgengni reyndist til stakrar fyrirmyndar.    

Gömlu dælurnar fjarlægðar.


 

Í umsögn heilbrigðisfulltrúans sagði orðrétt: "Einstök snyrtimennska er á staðnum og má segja að öll umgengni beri af öðrum bensínstöðvum á því svæði sem undirritaður hefur eftirlit með".


 

Nýju dælurnar komnar upp.
  
Jóhann Haraldsson þáverandi yfirmaður bensínsöludeildar Skeljungs
afhendir Stefáni (til hægri) lyklana af Shellstöðinni 29. sept 1990.

                                                  © Skeljungur hf

Úr DV

Þetta eru ódýrustu vegasjoppurnar


DV gerði verðkönnum hjá 18 veitingasölustöðum vítt og breitt um landið


Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is
12:00 › 14. júní 2012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Á ferð um landið er ódýrast fyrir fjögurra manna fjölskyldu að fá sér ostborgara-fjölskyldutilboð á Vegamótum við Bíldudal. Tilboðið samanstendur af fjórum ostborgurum, frönskum, kokteilsósu og tveggja lítra gosi á 3.200 krónur. Þetta er niðurstaða verðkönnunar sem DV gerði á nokkrum vinsælum tegundum skyndibita sem ferðlangar eiga til að grípa með sér. Söluskáli SJ á Fáskrúðsfirði fylgir þó fast á hæla Vegamótum með eins tilboð á 3.300 krónur. Misjafnt er hvað fjölskyldutilboðin fela í sér en sé tekið mið af fyrrnefndum tilboðum er slíkt töluvert dýrara á öðrum stöðum. Könnunin náði til átján veitingasöluskála vítt og breitt um landið. Ostborgaratilboð fyrir einn er ódýrast í Hamraborg á Ísafirði en þar kostar hamborgari ásamt hálfum lítra af gosi 699 krónur. Ostborgaratilboð hjá Söluskála SJ er einnig nokkuð hagkvæmt, en þar má fá ostborgara, franskar, kokteilsósu og hálfan lítra af gosi á 1.250 krónur.
Algengt verð á pylsu með öllu er um 300 krónur hjá flestum veitingaskálunum. Ódýrustu pylsuna er hins vegar að finna í Víkurskála en þar kostar hún 280 krónur.

Nýtt

Title. Double click me.

Nýtt

Title. Double click me.
bottom of page